Eiginleikar LibreOffice Writer

LibreOffice Writer gerir þér kleyft að hanna og útbúa ritvinnsluskjöl sem geta innihaldið grafík, töflur, eða línurit. Hægt er að vista skjölin á margvíslegum sniðum, þar á meðal staðlaða OpenDocument sniðið (ODF), Microsoft Word .doc snið, eða HTML. Og auðveldega er hægt að flytja út skjalið á Portable Document Format (PDF).

Skrifa texta

LibreOffice Writer gerir þér kleyft að búa til bæði grunnskjöl, eins og minnisblöð, fax, bréf , ferilskrár og sameiningarskjöl, og einnig stór og flókin eða samsett skjöl, með heimildaskrá, tilvitnanir og atriðaskrá.

LibreOffice Writer also includes such useful features as a spellchecker, a thesaurus, AutoCorrect, and hyphenation as well as a variety of templates for almost every purpose. You can also create your own templates using the wizards.

Framsetning og uppbygging

LibreOffice býður upp á marga möguleika á að búa til skjöl. Notaðu stílgluggann til að búa til, úthluta og breyta stílum fyrir setningar, einstaka stafi, ramma og síður. Að auki, hjálpar Uppbygging-möguleikinn þér að hoppa fljótlega til innan skjalsins, gerir þér kleyft að sjá skjalið í efnisskipulagssýn, og halda utan um hluti sem settir hafa verið inn í skjalið.

Einnig er hægt að búa til ýmiskonar atriðaskrár og töflur í ritvinnsluskjölum. Hægt er að skilgreina uppsetningu og útlit á atriðaskrám og töflum samkvæmt þínum hentugleika. Lifandi tenglar og bókamerki leyfa þér að hoppa beint í viðkomandi atriði í textanum.

Útgáfustarfsemi með LibreOffice Writer

LibreOffice Writer inniheldur ýmiskonar útgáfuverkfæri og teiknitól til að hjálpa þér að búa til fagmannlega útlitandi skjöl, eins og bæklinga, fréttabréf og kynningar. Þú getur sniðið skjölin með margdálka útliti, textarömmum, myndefni, töflum, og öðrum hlutum.

Útreikningar

Textaskjöl í LibreOffice eru með innbyggð reikniföll sem hjálpa þér með útreikninga eða rökrænar tengingar. Auðvelt er að búa til töflu í textaskjali fyrir útreikninga.

Búðu til myndefni

LibreOffice Writer teikniáhöldin gera þér kleift að búa til teikningar, myndir, merkingar, og ýmsa aðra teiknaða hluti inni í textaskjölum.

Settu inn myndefni

Hægt er að setja inn myndir á mismunandi sniðum inn í textaskjal, þar á meðal, JPG eða GIF sniði. Að auki, býður myndasafnið upp á safn af úrklippumyndum, og letursmiðjusafnið býður upp á að búa til stórkostlegar leturbrellur.

Sveigjanlegt forritsviðmót

Forritsviðmótið er hannað þannig að hægt sé að stilla það fyrir þína notkun, inni í því er að sérsníða táknmyndir og valmyndir. Hægt er að staðsetja hina mismunandi glugga hvar sem er á skjánum, eins og stílglugga eða uppbyggingu. Einnig er hægt að festa suma glugga við jaðar vinnusvæðisins.

Draga&Sleppa

draga-og-sleppa eiginleikinn gerir þér kleyft að vinna hratt og auðveldlega með textaskjöl í LibreOffice. Til dæmis, geturðu dregið og sleppt hlutum, eins og grafík frá myndasafni, frá einum stað til annars í sama skjali, eða á milli LibreOffice skjala.

Hjálpartæki

Hægt er að nota hjálparkerfið sem fullkomið uppsláttarrit fyrir LibreOffice forrit, þar með talið leiðbeiningar fyrir einfaldar sem flóknar aðgerðir.

Please support us!