Eiginleikar LibreOffice Math

Þessi hluti inniheldur yfirferð yfir nokkrar af mikilvægustu aðgerðum og eiginleikum sem LibreOffice Math býður upp á.

LibreOffice Math gefur kost á ýmsum aðgerðum, föllum og sniðhjálp til að hjálpa þér við að búa til formúlur. Þessu er öllu lýst í valglugga, þar sem hægt er að smella á einindi sem á að nota með músinni til að setja inn í skjalið. Hægt er að nálgast tæmandi tilvísunarlista og mörg fleiri sýnidæmi í hjálpinni.

Búa til formúlu

Á sama hátt og með línurit og myndir, eru formúlur búnar til sem hlutir inn í skjalinu. Það að setja inn formúlu í skjal ræsir sjálfkrafa LibreOffice Math. Þú getur búið til, breytt og sniðið formúluna með stórum lista af tilbúnum táknum og föllum.

Skrifa formúlu beint

Ef þú þekkir tungumál LibreOffice Math, geturðu einnig slegið inn formúlu beint inn í skjalið. Til dæmis, sláðu inn þessa formúlu í textaskjal: "a sup 2 + b sup 2 = c sup 2". Veldu þennan texta og veldu Setja inn - Hlutur - Formúla. Textanum verður breytt yfir í formúlu.

note

Ekki er hægt að reikna formúlur í LibreOffice Math þar sem hann er formúluritill (til að skrifa og birta formúlu) en ekki reikningsforrit. Notaðu töflureikni til að reikna formúlur, eða fyrir einfalda útreikninga notaðu útreikninga í textaskjali.


Búa til formúlu í skipanaglugganum

Notaðu LibreOffice Math skipanaglugga til að slá inn og breyta formúlum. Um leið og þú slærð inn gildi í skipanagluggann, geturðu séð niðurstöðurnar í skjalinu. Til að halda yfirsýn þegar verið er að búa til stórar og flóknar formúlur, notaðu formúlubendilinn í verkfæraslánni. Þegar þessi aðgerð er valin, sést bendilstaðsetning sem er í skipanaglugganum einnig í textaglugganum.

Stök tákn

Þú getur búið til þín eigin tákn og flutt inn stafi frá öðrum leturgerðum. Þú getur bætt við nýjum táknum í grunnlista LibreOffice Math, eða búið til þinn eigin lista af sérstökum táknum. Að auki er til ógrynni af sérstökum táknum sem hægt er að nota.

Samhengisháðar formúlur

Til að auðvelda að vinna með formúlur, notaðu samhengisháðu valmyndina, sem er hægt að frá fram með hægri músarsmelli. Þetta á einnig við um skipanagluggann. Þessi samhengisháða valmynd inniheldur allar aðgerðir sem eru til á einindaspjaldinu, og einnig aðgerðir, og fleira, sem er hægt að setja inn með músarsmelli án þess að þurfa að slá þær inn í skipanaglugganum.

Please support us!