Eiginleikar LibreOffice Impress

LibreOffice Impress gefur þér kost á að búa til mjög frambærilegar skyggnusýningar sem geta innihaldið gröf, teikningar, texta, margmiðlunarskrár og úrval annarra atriða. Ef þér sýnist, geturðu flutt inn og breytt Microsoft PowerPoint kynningum.

Skyggnusýningar á tjaldi eða skjá er hægt að gera áhrifameiri með ýmsum aðferðum; hreyfingar, millifærslur og margmiðlun eru dæmi um slíkt.

Búa til vigraðar línuteikningar

Mörg áhöldin sem notuð eru við gerð línuteikninga í LibreOffice Draw eru einnig tiltæk í LibreOffice Impress.

Búa til skyggnur

LibreOffice Impress kemur með margskonar sniðmátum til að útbúa mjög frambærilegar skyggnur.

Þú getur úthlutað fjölmörgum virkum sjónhverfingum eða brellum á skyggnurnar þínar, þar með töldum hreyfibrellum og millifærslum.

Búa til kynningar

Nokkrar gerðir ásýndar eða síðubirtinga eru tiltækar þegar þú hannar skyggnusýningu. Til dæmis birtir Skyggnuröðun yfirlit yfir skyggnurnar á formi smámynda, á meðan síðan Dreifiblað inniheldur bæði skyggnurnar og textann sem þú getur dreift til áheyrenda.

LibreOffice Impress gefur þér færi á að æfa tímasetningar skyggnusýninga.

Gefa út kynningar

Þú getur gefið skyggnurnar þínar út sem sýningu á skjá, sem dreifirit eða sem HTML-vefsíður.

Halda fyrirlestra

LibreOffice Impress gefur þér val um að keyra skyggnusýningar sjálfvirkt eða handstýrt.

Please support us!