Reglustikur

Þú getur notað lóðréttar og láréttar reglustikur við vinstri og efri jaðra vinnusvæðisins í LibreOffice Impress til hjálpar við gerð á skyggnum. Þeir hlutar reglustikanna sem hylja sjálfar skyggnurnar eru hvítir.

Táknmynd fyrir góð ráð

Þegar þú velur hlut, birtast útjaðrar hans á reglustikunum sem tvöföld grá strik. Til að breyta nákvæmlega stærð hlutarins, geturðu dregið eitt af tvöföldu strikunum til á reglustikunni.


Þegar þú velur textahlut á skyggnu, birtast inndráttar- og dálkmerki á láréttu reglustikunni. Til að breyta inndrætti eða dálkstöðu í textanum, er hægt að draga þessi merki til á reglustikunni.

Þú getur einnig dregið griplínu af reglustikum til að hjálpa þér við að staðsetja hluti á skyggnum. Til að setja inn griplínu af reglustiku, dragðu jaðar reglustikunnar inn á skyggnu og slepptu þar.

Til að sýna eða fela reglustikurnar, veldu Skoða - Reglustikur.

Til að ákvarða mælieiningar fyrir reglustiku, hægrismelltu á hana og veldu þá einingu sem þú vilt.

Til að breyta upphafspunkti reglustika (0-punkti), dragðu táknið sem er efst til hægri (þar sem reglustikurnar mætast) yfir á vinnusvæðið. Láréttar og lóðréttar stoðlínur birtast og hjálpa til við að staðsetja nýja upphafspunktinn þar sem þú vilt, síðan má sleppa músarhnappnum. Til að endurstilla upphafspunktinn á sjálfgefnu gildin, tvísmelltu á táknið þar sem reglustikurnar mætast.

Til að breyta spássíum skyggnu, dragðu til endana á hvítu svæðunum í reglustikunum.

Please support us!