Stuðningur við Java

LibreOffice styður Java kerfi við keyrslu forrita og eininga sem byggjast á JavaBeans.

Til að LibreOffice styðji við Java, þarf að hafa Java 2 keyrsluumhverfi. Þegar LibreOffice var sett upp, var valmöguleiki í uppsetningunni um að setja inn þessar skrár ef þær voru ekki þegar til. Þú getur einnig sett upp þessar skrár núna ef þú vilt.

Stuðningur við Java kerfið verður að vera virkjaður í LibreOffice til að geta keyrt Java forrit.

Táknmynd fyrir athugasemd

Áður en þú getur notað JDBC rekil, verður að bæta slóðinni við fyrir klasaslóðina. Veldu - LibreOffice - Nánar, og smelltu á hnappinn 'Klasaslóð'. Eftir að þú hefur bætt við slóð, endurræstu LibreOffice.


Táknmynd fyrir athugasemd

Breytingar á - LibreOffice - Nánar flipasíðu verða notaðar þótt Java Virtual Machine (JVM, sýndarvél fyrir Java) sé þegar í gangi. Eftir breytingar á klasaslóð (ClassPath) verðurðu að endurræsa LibreOffice. Það sama þarf einnig að gera fyrir breytingar í - Internet - Milliþjónn. Aðeins reitirnir "HTTP milliþjónn" og "FTP milliþjónn" og gáttir þeirra þarfnast ekki endurræsingar, þau verða virk þegar smellt er á Í lagi.


Please support us!