LibreOffice 24.8 Help
Stikan fyrir eyðublaðaleiðsögn inniheldur táknmyndir til breytinga á gagnagrunnstöflum eða til að stýra gagnasýn. Stikan birtist neðst í skjalinu sem inniheldur gagnasvið sem tengjast gagnagrunni.
Þú getur notað stikuna fyrir eyðublaðaleiðsögn til að ferðast á milli færslna auk þess að setja inn og eyða færslum. Ef gögn á eyðublaði eru vistuð, færast breytingarnar yfir í gagnagrunninn. Stikan fyrir eyðublaðaleiðsögn inniheldur einnig verkfæri til röðunar, síunar og leitar í gagnafærslum.
Þú getur notað táknmyndina fyrir leiðsagnarstikuna á Fleiri stýringar stikunni til að bæta leiðsagnarstiku á eyðublað.
The Navigation bar is only visible for forms connected to a database. In the Design view of a form, the Navigation bar is not available. See also Table Data bar.
Þú getur stýrt ásýnd gagna með röðun og síun. Upprunalegum töflum verður ekki breytt.
Núverandi röðun eða síun er vistuð með skjalinu. Ef sía er stillt, er táknmyndin Beita síu á leiðsagnarstikunni vera virk. Síun og röðun í skjalinu er einnig hægt að stilla í Eiginleikar eyðublaðs glugganum. (Veldu Eiginleikar eyðublaðs - Gögn - Eiginleikar Raða og Sía).
Ef SQL-skipun er grunnur eyðublaðs (sjá Eiginleikar eyðublaðs - Gögn flipinn - Gagnagjafi), þá eru síun og röðun einungis tiltæk þegar SQL-skipunin vísar einungis í eina töflu og er ekki skrifuð í innbyggða SQL-hamnum.
Birtir númer virkrar færslu. Settu inn númer til að fara í tilheyrandi færslu.
Fer með þig í fyrstu færsluna.
Fer með þig í fyrri færslu.
Fer með þig í næstu færslu.
Fer með þig í síðustu færsluna.
Býr til nýja færslu.
Vistar nýja gagnafærslu. Breytingin er skráð í gagnagrunninn.
Gerir þér kleift að afturkalla gagnafærslu.
Eyðir færslu. Staðfesta verður fyrirspurn áður en hún er framkvæmd.
Refresh current control