Hjálp
Hjálparvalmyndin gerir kleift að ræsa og stilla hjálparkerfi LibreOffice.
LibreOffice Hjálp
Opnar aðalsíðu LibreOffice hjálparinnar fyrir viðkomandi forrit. Þú getur flett í gegnum hjálparsíðurnar, skoðað yfirlit eða leitað eftir hugtökum eða öðrum texta.
LibreOffice hjálp
Handbækur notenda
Opnar síðuna í hjálparskjölunum í vafranum, þar sem notendur geta sótt, lesið eða keypt handbækur skrifaðar af samfélaginu fyrir LibreOffice.
Fáðu hjálp á netinu
Opnar leiðbeiningasíðuna í vafranum. Notaðu þessa sðu til að spyrja spurninga um LibreOffice. Ef um fyrirtækjastuðning með þjónustusamningi er að ræða, ætti að skoða síðuna um fyrirtækjastuðning við LibreOffice.
Senda umsögn
Opnar samskiptaglugga í netvafra þar sem notendur geta tilkynnt um galla í hugbúnaði.
Endurræsa í öryggisham
Öryggishamur virkar þannig að LibreOffice ræsist tímabundið með fersku notandasniði og án þess að styðjast við vélbúnaðarhröðun. Þetta gerir oft kleift að endurheimta LibreOffice uppsetningu sem hefur eitthvað bilað.
Upplýsingar um notkunarleyfi
Birtir glugga með notkunarleyfi og lagatæknilegum upplýsingum.
Framlög til LibreOffice
Birtir skjalið CREDITS.odt sem inniheldur lista yfir þá einstaklinga sem gefið hafa framlög í grunnkóða OpenOffice.org (framlög sem síðan runnu inn í grunnkóða LibreOffice) eða til LibreOffice síðan 28.09.2010.
Athuga með uppfærslur
Virkjaðu internettengingu fyrir LibreOffice. Ef þú þarft á milliþjóni að halda, hakaðu við LibreOffice milliþjónsstillingarnar í LibreOffice - ValkostirVerkfæri - Valkostir - Internetið. Veldu svo Athuga með uppfærslur til að athuga með nýjar uppfærslur fyrir forritin.
Um LibreOffice
Birtir almennar upplýsingar um forritin eins og um útgáfunúmer og höfundarrétt.