Letursmiðja

Letursmiðjustikan opnast þegar þú velur letursmiðjuhlut.

Letursmiðjusafn

Opnar letursmiðjusafnið þar sem hægt er að velja annað dæmi. Smelltu á 'Í lagi' til að virkja breytingar á letursmiðjuhlutinn.

Lögun úr letursmiðju

Opnar letursmiðjustikuna. Smelltu á einhverja lögun til að beita henni á alla valda hluti í letursmiðjunni.

Jöfn stafahæð úr letursmiðju

Skiptir stafahæð valinna letursmiðjuhluta frá venjulegri hæð yfir í sömu stafahæð fyrir alla hluti.

Jöfnun í letursmiðju

Opnar jöfnunarglugga letursmiðju.

Smelltu til að virkja jöfnun á valda letursmiðjuhluti.

Stafajöfnun í letursmiðju

Opnar glugga fyrir stafajöfnun í letursmiðju.

Smelltu til að virkja stafajöfnun á valda letursmiðjuhluti.

Sérsniðið

Opnar glugga fyrir stafajöfnun í letursmiðju þar sem hægt er að slá inn ný gildi fyrir stafabil.

Gildi

Sláðu inn gildi fyrir stafajöfnun í letursmiðju.

Þjöppun stafapara

Setur þjöppun stafapara af eða á.

Please support us!