Atriðisorðaskrá - Leita með stikkorðum í hjálpinni

Þú getur leitað að sérstökum efnisorðum með því að skrifa orð inn í textareitinn Leitarstrengur. Glugginn fyrir neðan inniheldur síðan atriðisorð í stafrófsröð.

Ef bendillinn er í atriðisorðalistanum þegar þú slærð inn leitarstreng, mun hann hoppa beint í næstu samsvörun. Þegar þú skrifar orð inn í textareitinn Leitarstrengur, mun virknin hoppa yfir á bestu samsvörun í atriðisorðalistanum.

Táknmynd fyrir góð ráð

Atriðisorðaskráin og leit í öllum texta eiga alltaf við það LibreOffice forrit sem er valið í það skiptið. Veldu viðkomandi forritseiningu í fellilistanum á hjálparstikunni.


Please support us!