Eiginleikar LibreOffice Draw

Þú getur notað LibreOffice Draw til að gera jafnt einfaldar sem flóknari teikningar og flutt þær út eða vistað á mörgum algengum myndsniðum. Þú getur einnig sett töflur, gröf, formúlur og annað sem búið er til í öðrum LibreOffice forritum inn í teikningarnar þínar.

Vektor teikningar

LibreOffice Draw býr til línuteikningar með línum og kúrvum sem skilgreindar eru með stærðfræðilega reiknuðum vigrum. Vigrar lýsa línum, sporbaugum og marghyrningum samkvæmt rúmfræðilegum skilgreiningum.

Búa til þrívíddarhluti

Þú getur búið til einfalda þrívíddarhluti á borð við kassa, kúlur og hólka í LibreOffice Draw, það er meira að segja hægt að stjórna úr hvaða átt ljósgjafinn lýsir.

Hnitanet og stoðlínur

Hnitanet og stoðlínur gefa sjónrænar vísbendingar til hjálpar við að raða hlutum upp í teikningum. Hægt er að láta hluti límast við hnitanet, stoðlínur eða brúnir á öðrum hlutum.

Tengja hluti til að sýna vensl

You can connect objects in LibreOffice Draw with special lines called "connectors" to show the relationship between objects. Connectors attach to gluepoints on drawing objects and remain attached when the connected objects are moved. Connectors are useful for creating organization charts and technical diagrams.

Birting málsetninga

Tæknilegar teikningar og skýringamyndir sýna oft mál á hlutum í teikningunni. Hægt er að nota málsetningalínur í LibreOffice Draw, til að reikna og birta málsetningar.

Myndasafn

Myndasafnið geymir myndir, myndskeið, hljóð og aðra hluti sem þú getur sett inn í teikningarnar þínar, en einnig í önnur LibreOffice forrit.

Myndskráasnið

LibreOffice Draw getur flutt út í mörg algeng myndskráasnið, svo sem BMP, GIF, JPG, og PNG.

Please support us!