LibreOffice 24.8 Help
Fylling með litstigli er stigvaxandi blanda af tveimur mismunandi litum, eða tónum sama litar, þetta er hægt að nota á teiknaða hluti.
Veldu teiknaðan hlut.
Veldu Sníða - Flötur og veldu Litstigull sem gerð Fyllingar.
Veldu stíl litstiguls úr listanum og smelltu síðan á Í lagi.
Þú getur skilgreint þína eigin litstigla og breytt þeim sem þegar eru til, auk þess að vista og opna lista með litstiglaskrám.
Veldu Sníða - Flötur og smelltu á flipann Litstiglar.
Veldu litstigul úr listanum til að nota sem grunn fyrir nýja litstigulinn og smelltu síðan á Bæta við.
Settu inn heiti fyrir litstigulinn í textareitinn og smelltu síðan á Í lagi.
Nafnið birtist á enda litstiglalistans og er valið til breytinga.
Stilltu eiginleika litstigulsins og smelltu síðan á Breyta til að vista litstigulinn.
Smelltu á Í lagi.
Þú getur breytt eigileikum litstiguls rétt eins og gegnsæi teiknaðra hluta með því að nota músina.
Veldu teiknaðan hlut með litstigli sem þú vilt breyta.
Veldu Sníða - Flötur og smelltu á flipann Litstiglar.
Stilltu gildin fyrir litstigulinn eins og þú þarft og smelltu síðan á Í lagi.
Til að breyta gegnsæi hlutar, veldu Sníða - Flötur og smelltu á flipann Gegnsæi.