Skipta út litum

Þú getur skipt út litum í bitamyndum með Skipta út litum-áhaldinu.

Hægt er að skipta út allt að fjórum litum í einu.

Þú getur einnig notað Gegnsæi möguleikann til að skipta út gegnsæum svæðum í mynd fyrir lit.

Í sama dúr geturðu notað Skipta út litum til að gera lit í myndinni gegnsæan.

Til að skipta út litum með Skipta út litum-áhaldinu

Gakktu úr skugga um að myndin sem þú ert að nota sé bitamynd (for example, BMP, GIF, JPG, or PNG) eða lýsiskrá (e. metafile, til dæmis WMF).

  1. Veldu Verkfæri - Skipta út litum.

  2. Smelltu á táknmyndina fyrir 'Skipta út litum' og settu bendilinn yfir þann lit sm þú vilt skipta út. Liturinn birtist í reitnum við hlið táknsins.

  3. Smelltu á litinn í myndinni. Liturinn birtist í firsta Upprunalitur reitnum og merkt er í hakreitinn næst litareitnum.

  4. Veldu nýja litinn í reitnum Skipta út með.

    Táknmynd fyrir athugasemd

    Þetta skiptir út öllum tilfellum af upprunalit í myndinni.


  1. Ef þú vilt skipta út öðrum litum á meðan valmyndin er opin, veldu þá hakreitinn fyrir framan Upprunalirur í næstu röð og endurtaktu skref 3 til 5.

  2. Smelltu á Skipta út.

Táknmynd fyrir góð ráð

Ef þú vilt útvíkka eða minnka litavalssvæðið, auktu eða minnkaðu valsvið Skipta út litum áhaldsins og endurtaktu síðan valið.


Please support us!