Margfalda hluti

Þú getur búið til tvítök eða mörg afrit af hlutum. Afritin geta verið nákvæmlega eins og frummyndin, en geta líka verið frábrugðin í stærð, lit og stöðu.

Eftirfarandi dæmi býr til peningastafla með því að afrita oft sama sporbauginn.

  1. Notaðu verkfærið Sporbaugur til að teikna gegnheilan gulan sporbaug.

  2. Veldu sporbauginn og farðu í Breyta - Margfalda.

  3. Settu inn 12 sem Fjöldi afrita.

  4. Settu inn neikvæð gildi fyrir breidd og hæð svo að peningarnir minnki eftir því sem ofar dregur í staflanum.

  5. Til að skilgreina litabreytingu á peningunum, veldu þá mismunandi liti í Byrjun and Endir reitunum. Liturinn í Byrjun reitnum er settur á hlutinn sem þú ert að margfalda.

  6. Smelltu á Í lagi til að búa til afritin.

Please support us!