Teikna hluta og búta

Sporbaugar stikan er með áhöldum til að teikna sporbauga og hringi. þú getur einnig teiknað hluta og parta úr sporbaugum og hringjum.

Til að teikna hluta úr hring eða sporbaug:

 1. Opnaðu Sporbaugar stikuna og smelltu á Hringsneið eða Sporbaugssneið táknin Icon. Músarbendillinn breytist í kross með litlu tákni fyrir hlutaaðgerð.

 2. Settu bendilinn þar sem þú vilt að miðja hringsins sé og dragðu hringinn með því að halda hnappnum niðri og draga út.

  Táknmynd fyrir góð ráð

  Til að búa til hring með því að draga hann út frá miðju, haltu niðri á meðan dregið er.


 3. Slepptu músarhnappnum þegar hringurinn hefur náð þeirri stærð sem þú vilt. Lína birtist í hringnum sem samsvarar radíus hans.

 4. Settu bendilinn þar sem þú vilt að endi bútsins verði og smelltu síðan.

  Táknmynd fyrir athugasemd

  Þar sem radíuslínan sem fylgir bendlinum eftir er takmörkuð af jaðri hringsins, þá máttu smella hvar sem er í skjalinu.


 5. Settu bendilinn þar sem þú vilt að hinn endi bútsins verði og smelltu síðan. Eftir stendur fullgerður bútur.

Til að teikna hluta úr hring eða sporbaug, er hægt að fylgja sömu skrefum og gert er þegar bútur er gerður út frá hringformi.

Til að teikna boglínu sem byggist á sporbaug, veldu eina af boglínutáknmyndunum og fylgdu síðan sömu skrefum og þarf til að búa til bút sem byggist á hring.

Please support us!