Skilgreina sérsniðna liti

Skilgreindu sérsniðna liti og bættu þeim á á Sérsniðið litaspjaldið.

Að skilgreina sérsniðinn lit

  1. Veldu Sníða - Flötur, smelltu á Flötur-flipann og ýttu svo á Litir-hnappinn. Þá birtist tafla með forsniðnum litum.

    Táknmynd fyrir aðvörun

    Sérsniðnir litir eru vistaðir á Sérsniðið litaspjaldið.


  2. Smelltu á lit í töflunni sem líkist þeim lit sem þú vilt skilgreina. Þú getur valið þennan lit úr hverju því litaspjaldi sem er tiltækt á Litir svæðinu til vinstri eða úr Nýlegir litir í listanum fyrir neðan litatöfluna. Liturinn birtist í forskoðunarreitnum Nýtt hægra megin við gluggann.

  3. Smelltu á Plokka hnappinn til að opna Veldu lit gluggann.

    Táknmynd fyrir athugasemd

    LibreOffice notar einungis RGB-litakerfið til að prenta í lit. RGB-gildi valins litar eru birt fyrir neðan forskoðunarreitinn.


  4. Ýttu á Bæta við hnappinn til að bæta sérsniðna litnum viðSérsniðið litaspjaldið. Samskiptagluggi þar sem beðið er um nafn á litinn mun birtast. Settu inn eitthvað einstakt heiti sem er frábrugðið öðrum litum í Sérsniðið litaspjaldinu.

Táknmynd fyrir góð ráð

Til að fjarlægja lit af Sérsniðið litaspjaldinu, skaltu velja Sérsniðið litaspjaldið á Litir-svæðinu, velja litinn sem á að eyða og smella svo á Eyða.


Please support us!