Að nota gröf í LibreOffice

External video

Please accept this video. By accepting you will be accessing content from YouTube, a service provided by an external third party.

YouTube Privacy Policy

LibreOffice gerir þér kleift að setja upplýsingar fram á myndrænan hátt í gröfum (línuritum, myndritum), þannig að gott sé að bera saman gagnaraðir og sjá tilhneigingar í gögnunum. Þú getur sett gröf inn í töflureikniskjöl, textaskjöl, teikningar og kynningar.

Gögn í gröfum

Gröf geta byggst á eftirfarandi gögnum:

 1. Töflugildi úr reitasviðum í Calc

 2. Gildi reita frá Writer töflu

 3. Gildi sem þú slærð inn í gagnatöflugluggann (þú getur búið til þessi gröf í Writer, Draw, eða Impress, og þú getur einnig afritað og límt þau í Calc)

Að setja inn graf

Inserting Charts

Choosing a Chart Type

Að breyta grafi

 1. Smelltu á graf til að breyta eiginleikum hlutar:

  Stærð og staðsetning á núverandi síðu.

  Hliðjöfnun, textaskrið, útjaðrar og fleira.

 2. Tvísmelltu á graf til að fara í breytingaham:

  Grafgildi (í gröfum með eigin gögnum).

  Graftegundir, ásar, titlar, veggir, hnitanet, og fleira.

 3. Tvísmelltu á grafeinindi í breytingaham:

  Tvísmelltu á ás til að breyta skala, tegund, lit, eða öðru.

  Tvísmelltu á gagnapunkt til að velja og breyta gagnaröðum sem tilheyra gagnapunktinum.

  Með gagnaröð valda, smelltu á punkt, tvísmelltu svo á gagnapunkt til að breyta eiginleikum gagnapunktsins (til dæmis, einföld súla í súluriti).

  Tvísmelltu á skýringu til að velja og breyta skýringu. Smelltu, og tvísmelltu svo á tákn í valinni skýringu til að breyta tengdri gagnaröð.

  Tvísmelltu á hvaða einindi sem er, eða smelltu á einindið og opnaðu Sníða valmyndina, til að breyta eiginleikum.

 4. Smelltu fyrir utan graf til að hætta í breytiham.

Táknmynd fyrir góð ráð

Til að prenta graf í hámarksgæðum, geturðu flutt út grafið í PDF skrá og prentað svo PDF skránna.


Í breytiham fyrir graf, sérðu sniðslánna fyrir gröf nálægt efri ramma skjalsins. Teiknisláin fyrir gröf birtist í neðri ramma skjalsins. Teiknisláin sýnir aðeins hluta af táknmyndum á teiknislánni frá Draw og Impress.

Hægt er að hægrismella á einindi í grafi til að opna samhengisháða valmynd. Valmyndin birtir margar skipanir til að sníða valið einindi.

Editing Chart Titles

Editing Chart Axes

Editing Chart Legends

Adding Texture to Chart Bars

3D sýn

Hjálp fyrir hjálpina

Hjálpin miðast við sjálfgefnar stillingar forrita á stýrikerfum með sjálfgefnum stillingum. Lýsingar á litum, bendilaðgerðum eða öðru því sem hægt er að sérníða, geta því hugsanlega verið öðruvísi en gerist á kerfinu þínu.

Please support us!