Eiginleikar LibreOffice Calc

LibreOffice Calc er töflureiknir sem hægt er að nota til að reikna, greina, og sýsla með gögn. Þú getur einnig flutt inn og breytt Microsoft Excel skrám.

Útreikningar

LibreOffice Calc gefur þér kosti á föllum, þar með fyrir talnagreiningu og efnhagsreikning, sem þú getur svo notað til að búa til formúlur til að reikna flókna útreikninga á gögnunum.

Þú getur einnig notað Leiðarvísi fyrir föll til að hjálpa þér með að búa til formúlur.

Hvað-ef útreikningar

Áhugaverður eiginleiki er að geta séð strax niðurstöður breytinga sem eru gerðar á einum hlut útreikninga sem er samsettir af mörgum hlutum. Til dæmis, geturðu séð hvaða áhrif það hefur að breyta tímabili í lánaútreikningum hefur áhrif á vexti og upphæðir. Það sem meira, er að þú getur sýslað með stærri töflur með því að nota mismunandi fyrirframskilgreindar atburðarásir.

Gagnagrunnaaðgerðir

Notaðu töflureikna til að raða, geyma, og sía gögnin þín.

LibreOffice Calc gerir þér kleyft að draga og sleppa töflum frá gagnagrunnum, eða nota töflureikni sem gagnagjafa til að búa til bréf í LibreOffice Writer.

Uppröðun gagna

Með nokkrum músarsmellum, geturðu endurraðað töflureikninum upp á nýtt til að sýna eða fela ákveðinn gagnasvið, eða sníða reiti samkvæmt ákveðnum skilyrðum, eða að reikna út millisummur eða heildarsummur.

Gagnvirk línurit

LibreOffice Calc gerir þér kleyft að sýna gögn í breytilegum línuritum sem uppfærast sjálkrafa þegar gögn breytast.

Opna og vista Microsoft skjöl

Notaðu LibreOffice síur til að breyta Excel skrám, eða til að opna og vista allskonar önnur skráarsnið.

Please support us!