Valmyndir

Þessi valmynd inniheldur allar aðgerðir sem hægt er að nota í LibreOffice Math. Hún inniheldur lista af öllum aðgerðum og einnig skipanir til að breyta, skoða, raða, sníða og prenta formúluskjöl og hluti sem eru í svoleiðis skjali. Flestar skipanirnar eru einungis aðgengilegar þegar verið er að búa til eða breyta formúlu.

Táknmynd fyrir athugasemd

Glugginn sem inniheldur skjalið sem þú vilt vinna í verður að vera virkur til þess að hægt sé að nota valmyndaskipanirnar. Svipað er með samhengisvalmyndir, þú verður að velja einhvern hlut til þess að valmyndaskipanir honum tengdar verði virkar.


Táknmynd fyrir aðvörun

Valmyndirnar eru næmar fyrir samhengi. Það þýðir að atriðin sem tiltæk eru í valmyndum fara eftir því hvaða verk er verið að vinna. Sem dæmi má taka, að ef bendillinn er staðsettur í textastreng, þá eru virkar þær skipanir sem tengjast sniði og breytingum á texta. Ef þú hefur valið eitthvað myndefni, þá eru virkar skipanir til meðhöndlunar á myndum.


Skrá

Þessi valmynd inniheldur algengar aðgerðir til að vinna með formúluskjöl, eins og að opna, vista og prenta.

Breyta

Aðgerðir í þessari valmynd eru notaðar til að breyta formúlum. Fyrir utan grunnaðgerðir, (til dæmis, afrita innihald) þá eru líka aðgerðir sem eru sértækar fyrir LibreOffice Math eins og til dæmis að leita að staðgenglum eða villum.

Sýn

Sets the display scale and defines which elements you want to be visible. Most of the commands that you can enter into the Commands window can also be accessed through a mouse click if you have already opened the Elements pane with View - Elements.

Snið

Þessi valmynd inniheldur nauðsynlegar aðgerðir til að sníða formúlur.

Verkfæri

Notaðu þessa valmynd til að opna og breyta táknasafni, eða flytja inn ytri formúlu sem gagnaskrá Hægt er að breyta forritsviðmótinu til móts við þarfir þínar. Einnig er hægt að breyta forritsstillingum.

Gluggi

Í gluggavalmyndinni, geturðu opnað nýjan glugga og séð skjalalistann.

Hjálp

Hjálparvalmyndin gerir kleift að ræsa og stilla hjálparkerfi LibreOffice.