Punktastika

Punktbreytingasláin birtist þegar þú velur marghyrning og smellir á Breyta punktum.

Meðfylgjandi aðgerðir gera kleift að breyta punktum á ferli eða hlutum sem breytt hefur verið í feril. Eftirfarandi táknmyndir eru í boði:

Breyta punktum

Táknmyndin Breyta punktum gerir þér kleift að gera breytingaham virkan eða óvirkan fyrir Bézier-hluti. Í breytingaham er hægt að velja staka punkta í teiknuðum hlutum.

Táknmynd

Breyta punktum

Færa punkta

Virkjar ham þannig að þú getir fært punkta. Músarbendillinn birtir lítinn auðan ferning við að svífa yfir punkt. Dragðu þann punkt á einhvern annan stað. Ferillinn sitt hvoru megin við punktinn mun fylgja eftir hreyfingunni; sá hluti ferilsins sem nær að næstu punktum breytir um lögun.

Settu bendilinn milli tveggja punkta eða inn á lokaðan feril og dragðu með músinni til þess að færa til allan ferilinn án þess að aflaga hann.

Táknmynd

Færa punkta

Setja inn punkta

Virkjar innsetningarham. Þessi hamur gerir kleift að setja inn punkta. Þú getur einnig hreyft punkta, rétt eins og í færsluham. Hinsvegar, ef þú smellir á feril á milli tveggja punkta og hreyfir músina lítillega á meðan þú heldur niðri músarhnappnum muntu setja inn nýjan punkt. Sá punktur er mjúkur punktur, sem þýðir að línurnar sem tengjast stýripunktunum eru samsíða og munu haldast þannig við tilfærslu.

Ef þú vilt búa til hornpunkt verðurðu fyrst að setja inn samhverfan eða mjúkan punkt, sem síðan er umbreytt í hornpunkt með því að nota táknmyndina Hornpunktur.

Táknmynd

Setja inn punkta

Eyða punktum

Notaðu táknmyndina Eyða punktum til að eyða einum eða fleiri punktum. Ef þú vilt eyða mörgum punktum í einu geturðu valið þá með því að halda niðri Shift-lyklinum.

Veldu fyrst punkta sem á að eyða og smelltu síðan á þessa táknmynd eða ýttu á Del-lykilinn.

Táknmynd

Eyða punktum

Slíta feril

Táknmyndin Slíta feril skiptir upp ferlum. Veldu punkt eða punkta þar sem þú vilt slíta ferilinn, smelltu síðan á táknmyndina.

Táknmynd

Slíta feril

Umbreyta í feril

Umbreytir ferli í beina línu eða umbreytir beinni línu í feril. Ef þú velur einn punkt, verður ferlinum á undan punktinum umbreytt. Ef tveir punktar eru valdir, verður ferlinum á milli punktanna tveggja umbreytt. Ef þú velur fleiri en tvo punkta, verður mismunandi hluta ferilsins umbreytt í hvert skipti sem þú smellir á þessa táknmynd. Ef nauðsynlegt þykir, er mjúkum punktum umbreytt í hornpunkta og hornpunktum í mjúka punkta.

Ef tiltekinn hluti ferils er bein lína, hafa endapunktar línubútsins einungis einn stýripunkt hver. Ekki er hægt að breyta þeim í mjúka punkta nema beinu línunni sé umbreytt aftur í feril.

Táknmynd

Umbreyta í feril

Hornpunktur

Umbreytir völdum punkti eða punktum í hornpunkta. Hornpunktar hafa tvo færanlega stýripunkta, sem eru óháðir hvor öðrum. Sveigð lína myndi þar af leiðandi ekki halda beint áfram í gegnum hornpunkt, heldur breyta um stefnu og mynda horn.

Táknmynd

Hornpunktur

Mjúk millifærsla

Umbreytir hornpunkti eða samhverfum punkti í mjúkan punkt. Báðum stýripunktum hornpunktsins verður komið fyrir á samsíða línum, og verður einungis hægt að hreyfa þá báða í einu. Fjarlægðin í stýripunktana gæti verið misjöfn, sem leyfir þér að sýsla með sveigjuna á ferlinum.

Táknmynd

Mjúk millifærsla

Samhverf millifærsla

Umbreytir hornpunkti eða mjúkum punkti í samhverfan punkt. Báðum stýripunktum hornpunktsins verður komið fyrir á samsíða línum, og verður fjarlægðin í stýripunktana jöfn. Aðeins er hægt að hreyfa báða stýripunktana í einu, og verður sveigja á ferilsins sú sama í báðar áttir.

Táknmynd

Samhverf millifærsla

Loka Bézier-ferli

Lokar línu eða ferli. Línu er lokað með því að tengja síðasta punkt hennar við þann fyrsta, gefinn til kynna með stækkuðum ferningi.

Táknmynd

Loka Bézier-ferli

Útrýma punktum

Merkir núverandi punkt eða valda punkta til eyðingar. Þetta er gert í þeim tilfellum þegar punkturinn er staðsettur á beinni línu. Ef þú umbreytir boglínu eða marghyrningi með Umbreyta í feril tákninu yfir í beinar línur eða að þú breytir ferli með músinni þannig að punktur liggur á beinu línunni, þá er hann fjarlægður. Hornið, út frá hverju sem fjarlæging punktanna á sér stað,

Táknmynd

Útrýma punktum