Vísbendingar og ítarlegar hjálparábendingar

Vísbendingar og ítarlegar hjálparábendingar geta hjálpað þér á meðan þú vinnur.

Vísbendingar

Vísbendingar gefa upp nöfn á verkfærahnöppum. Til að birta slíkar vísbendingar, haltu músarbendlinum yfir hnappi þar til vísbendingin birtist.

Vísbendingar eru einnig birtar fyrir sum atriði í skjölum, til að mynda kaflaheiti þegar skrunað er í gegnum löng skjöl.

Táknmynd fyrir góð ráð

Tips are always enabled.


Ítarlegar hjálparábendingar

Ítarlegar hjálparábendingar gefa stutta lýsingu á hlutverki hnappa og skipana. Til að birta slíkar ítarlegar hjálparábendingar, ýttu þá á Shift+F1 og síðan á hnapp eða skipun.

Táknmynd fyrir góð ráð

Ef þú vilt alltaf fá ítarlegar hjálparábendingar í stað styttri vísbendinga, virkjaðu þá ítarlegar hjálparábendingar í - LibreOffice - Almennt.