Að snúa hlutum

Þú getur snúið hlutum um sjálfgefinn snúningspunkt (miðjupunkt) þeirra eða um snúningspunkt sem þú tilgreinir sjálfur hvar eigi að vera.

Táknmynd

Veldu hlutinn sem þú vilt snúa. Á Hamur áhaldastikunni í LibreOffice Draw eða á Teikning stikunni í LibreOffice Impress, smelltu á Snúa táknmyndina.

Færðu músarbendilinn á eitt af hornhaldföngunum þannig að bendilmerkið breytist í snúningstákn. Dragðu síðan haldfangið til að snúa hlutnum.

Haltu niðri Shift-hnappnum til að þvinga snúninginn í 15 gráðu þrep.

Hægrismelltu á hlutinn til að opna samhengisvalmynd. Veldu 'Staða og stærð - Snúningur' til að setja inn nákvæmt gildi fyrir snúningshornið.

Táknmynd

Til að breyta snúningspunktinum, dragðu þá litla hringinn sem er í miðju hlutarins á nýjan stað.

Til að skekkja hlutinn lárétt eða lóðrétt, dragðu þá til 'haldföngin' sem eru á hliðunum.