Samsetning þrívíddarhluta
Hægt er að sameina nokkra þrívíddarhluti, sem hver um sig er í raun þrívíð sena, saman í eina þrívíða senu.
Að sameina þrívíddarhluti:
-
Settu inn þrívíddarhlut af verkfærastikunni 3D þrívíddarhlutir (til dæmis kubb).
-
Settu inn aðeins stærri þrívíddarhlut (til dæmis kúlu).
-
Veldu seinni þrívíddarhlutinn (kúluna) og veldu síðan Breyta - Klippa.
-
Tvísmelltu á fyrri þrívíddarhlutinn (kubbinn) til að komast inn í hópinn hans.
-
Veldu Breyta - Líma. Báðir hlutirnir eru núna í sama hóp. Ef þörf er á geturðu breytt einstökum hlutum eða staðsetningu þeirra innan hópsins.
-
Tvísmelltu fyrir utan hópinn til að fara út úr honum.

Þú getur ekki notað skörun eða frádrátt á þrívíddarhluti.