Krossblöndun tveggja hluta

Krossblöndun býr til form og dreifir þeim í jöfnum þrepum á milli tveggja teiknaðra hluta.

Táknmynd fyrir athugasemd

Krossblöndun er einungis hægt að nota í LibreOffice Draw. Þú getur aftur á móti afritað krossblandaða hluti og límt þá inn í LibreOffice Impress.


Til að krossblanda tvo hluti:

  1. Haltu niðri Shift og smelltu á hvern hlut.

  2. Veldu Breyta - Krossblöndun.

  3. Settu inn gildi sem tilgreinir fjölda hluta milli upphafs- og endahluta í krossblöndun í reitinn sem heitir Vaxtarþrep.

  4. Smelltu á Í lagi.

Þá birtist hópur hluta sem inniheldur hina tvo upprunalegu hluti ásamt tilgreindum fjölda (þrep) af krossblönduðum millistigum.

Skýringamynd um krossblöndun

Þú getur breytt einstökum hlutum innan hóps með því að velja hópinn og ýta á F3. Ýttu á +F3 til að fara út úr hópmeðhöndlunarham.